July 13, 2018

UM OKKUR


Við hjá carpark.is bjóðum upp á ódýr bílastæði ásamt ýmiskonar bílaþjónustu á meðan bíllinn er hjá okkur. Við erum staðsett við keflavíkurflugvöll eða í u.þ.b. 5 mínútna akstursfjarlægð frá andyri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Við erum á vakt allan sólarhringinn þannig að þú mætir með bílinn þegar þér hentar og við keyrum þig á skutlunni okkar á völlinn. Við heimkomu eða um það leiti sem að þið fáið farangurinn af færibandinu þá hringið þið einfaldlega í okkur í síma 588 9999 og við hittum ykkur í brottfararsal flugstöðvarinnar, við appelsínugult skilti sem að hangir í loftinu og á segir “MEETING POINT”. Þaðan keyrum við þig svo beint í bílinn!

Bílarnir eru geymdir á bílastæði við gistiheimilið KEF Guesthouse. Svæðið er lokað, video vaktað og það er manneskja á vakt/á staðnum allan sólarhringinn.

Hægt er að bóka stæði á vefsíðu okkar www.carpark.is , í síma 588-9999 nú eða bara mæta á staðinn.

Ef mikill fjöldi fólks og farangurs ferðast saman þá getur verið einfaldara að bílstjórarnir skutli faþegum og farangri fyrst á völlinn og komi svo og leggi bílum í stæði.

Carpark.is er rekið ef iRent ehf.

STAÐSETNING

Þú sérð hvar stæðin okkar eru staðsett á kortinu hér að neðan. Við erum norðanmegin Reykjanesbrautar, neðan við annað hringtorg (hringtorg 2) eftir að ekið er inn í bæinn frá Reykjavík. Heimilisfangið er Grænásvegur 10, 230 Reykjanesbær og því má einnig slá inn á Google Maps með góðum árangri.

Smelltu hér til að skoða staðsetningu á Google korti.