Um okkur
Við hjá KEF Guesthouse & CarPark höfum þjónustað farþega við brottför og komu til Íslands um flugstöð Leifs Eiríkssonar með góðu móti síðan árið 2015. Hér á www.carpark.is bjóðum við góð kjör á langtíma bílastæði ásamt ýmiskonar auka þjónustu fyrir bílinn. Gistinguna er hinsvegar hægt að bóka og skoða á vefslóðinni www.kefguesthouse.is
Við erum staðsett við keflavíkurflugvöll, nánar tiltekið á Grænásvegi 10, 230 Keflavík. Grænásvegur liggur þvert á og skarast Reykjanesbraut í öðru hringtorgi (hringtorg #2) eftir að ekið er inn í Reykjanesbæ áleiðis upp í flugstöð.
Ásamt því að bjóða upp á gistingu og langtíma bílastæði þá er einnig í boði aukaþjónusta fyrir bílinn svo sem þrif, djúphreinsun, mössun, bón og fleira og það allt á einum og sama staðnum.
Rafbílaeigendur athugið að undir aukaþjónustu er hægt að velja hleðslu á rafbíl. Sé það valið þá setjum við í samband 1 til 2 dögum fyrir heimkomu (háð þeim skilyrðum að uprunalegt hleðslutæki sé meðferðis í bifreiðinni).
Get a Room ehf.
Kt. 540217-0760
Grænásvegur 10, 230 Keflavík (Reykjanesbær)
Sími: 588-9999