Skilmálar

Persónuupplýsingar
Þegar bókað er hjá okkur fáum við nafn, símanúmer, netfang og kennitölu ásamt upplýsingum um bíl og ferðalög. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að þjónusta þig sem viðskiptavin. Allar upplýsingar sem snúa að greiðslu fara í gegnum Borgun.

Ábyrgðarmál
Bílar njóta töluverðs öryggis þar sem lágmarkshætta er á tjóni inn á bílaplaninu okkar. Engar kerrur eru þar til staðar og engir viðskiptavinir í flýting til þess að reka hurð í næsta bíl. Ef sannanlegt tjón verður á bíl meðan bíllinn er undir stjórn starfsmanns CarPark þá greiðir CarPark því sem nemur sjálfsábyrgð á kaskó tryggingu bílsins.
Komi upp bilun í bifreið sem er í umsjá CarPark, sem rekja má til eðlilegra kringumstæða, ber CarPark enga ábyrgð á því tjóni. Dæmi um þetta gæti verið slitin tímareim eða önnur eðlileg slit á eldri bíl. Ef starfsmenn CarPark verða uppvísir um vítavert gáleysi sem veldur bilun í bíl ber CarPark ábyrgð á því tjóni.

Endurgreiðslur og breytingar á bókun
Mögulegt er að breyta bókun allt að 24 klst. fyrir bókaðan tíma innkeyrslu. Endurgreiðsla á bílastæðisgjaldi er ekki möguleg þó svo að tíminn sem bílnum er lagt reynist styttri en upphaflega var bókað. 

Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur iRent ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Annað
Af öryggisástæðum geymum við bíllyklana.